Fara í efni

Breytingar á samningi

Takmarkanir eru á því hversu langt er hægt að ganga í að breyta skilmálum samnings. Meginatriði samnings eru t.d. hverjir eru samningsaðilar, verð og afhendingartími. Það væri enginn tilgangur í að bjóða út samninga ef kaupendur og seljendur gætu breytt samningum að vild þegar búið er að bjóða þá út.  

Í 90. gr. OIL er greint frá því við hvaða aðstæður er leyfilegt að gera breytingar á samningi án nýs útboðs. Í 91. gr. OIL er kveðið á um heimildir kaupanda til einhliða uppsagnar samnings.

Uppfært 19. janúar 2021