Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.26 Ráðgjöf í umhverfis-, skipulags- og byggingamálum

  • Gildir frá: 18.06.2024
  • Gildir til: 18.06.2025

Um samninginn

Rammasamningurinn um ráðgjöf í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum tók gildi 18 júní 2024 í kjölfar af útboði 21712 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn. Kaupendur athugið að lögfræðiráðgjöf er ekki hluti af þessum samningi.

Samningi er skipt í fimm hluta:

  • Skipulagsmál
  • Byggingarmál
  • Umferða- og gatnamál
  • Umhverfismál
  • Veitur

Í hverjum hluta samningsins eru 6 hæfisflokkar sem uppfylla eftirfarandi kröfur um menntun og reynslu (athugið að það eru 3 möguleikar í flokki A og 2 möguleikar í flokki B):

 

Þekking/menntun

Reynsla / starfsleyfi / löggilding

Flokkur A

PhD gráða

Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla

Flokkur A

MSc/MA gráða eða sambærileg menntun (270 ECTS einingar)

Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla

Flokkur A

BSc eða BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar)

Að minnsta kosti 10 ára starfsreynsla

Flokkur B

BSc/BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar)

Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla

Flokkur B

Starfsmaður án háskólamenntunar eða hefur lokið að lágmarki diplómanámi

Að minnsta kosti 10 árs starfsreynsla

Flokkur C

Starfsmaður án háskólamenntunar eða hefur lokið að lágmarki diplómanámi

Að minnsta kosti 1 árs starfsreynsla

Flokkur D

Starfsfólk með starfsleyfi byggingastjóra

Starfsleyfi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Flokkur E

Starfsfólk með löggildingu hönnuða

Löggilding hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Flokkur F

Starfsfólk með löggildingu iðnmeistara

Löggilding hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

 

Upplýsingar um birgja og kjör er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.

Kaup innan samningsins

  • Bein kaup

Ef verkefni kallar á vinnu í einum flokk (A til F) getur kaupandi keypt með beinum kaupum á kjörum samningsaðila.

Val kaupanda takmarkast af þeim bjóðendum sem eru með starfsfólk eða verktaka í viðkomandi flokki og þjónustulið/um. Kaupendur velja birgja/seljanda á grundvelli hagkvæmasta verðs. Ef sá aðili getur ekki tekið verkefnið að sér (t.d. sökum anna) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli.

Í beinum kaupum eru allir skilmálar fyrirfram settir af kaupanda – þ.m.t. fjölda vinnutíma og skilafrest verkefnis. Ef birgi afþakkar verkefnið (eða samþykkir ekki skilmála kaupandans) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Kaupanda er heimilt að efna til örútboðs ef enginn birgi samþykkir verkefni.

  • Örútboð

Ef verkefni kallar á vinnu í fleiri en einum þjónustulið en kaupandi metur að það sé ekki hægt að skipta verkefni í hluta eftir þjónustuliðum og/eða kallar á vinnu í fleiri en einum starfsmannaflokki þá skal kaupandi bjóða út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu.

Í örútboðum geta kaupendur sett fram kröfur um reynslu á því verkefnasviði sem bjóða á út og sú reynsla er þá hluti af tæknilýsingu örútboðs. Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar kröfur til þjónustu bjóðanda eftir eðli og umfangi verkefnisins. Til dæmis er heimilt að fara fram á reynslu í að veita ráðgjöf í sambærilegum verkefnum til hins opinbera.

Þegar kaupandi gerir samning á grundvelli rammasamningsins, hvort sem er með beinum samningi eða eftir örútboð, skal kaupandi senda einfalda tilkynningu um samning með tölvupósti á netfang utbod@rikiskaup.is.

 

Verðbreytingar

Heimilt er að óska eftir verðbreytingu einu sinni á ári, í fyrsta lagi 12 mánuðum eftir að bindandi samningur kemst á. Verðbreytingar miðast við árlega breytingu á launavísitölunni sem er útgefin af Hagstofu Íslands - Launavísitala. Verðbreyting verður reiknuð út frá breytingu á vísitölu yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs. Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði hækkun eða lækkun á vísitölu um sem nemur umfram +/-5%. Samþykkt verðbreyting til hækkunar eða lækkunar reiknast út frá breytingu umfram +/-5% af vísitölu. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Breytingar miðast við grunngildið sem er í gildi á opnunardegi tilboða - 2024M01 – 970,8.

Skilamat verkefna

Kaupendur áskilja sér rétt til að gera mat á gæðum þjónustu ráðgjafa/birgja á 4. mánaða fresti meðan á verkefni stendur og við lok hvers verkefnis og gefa ráðgjafa/birgja einkunn samkvæmt neðangreindum matsþáttum. Hæsta einkunnin er 100 stig. Falleinkunn er 50 stig eða færri. Eyðublað fyrir skilamat verkefna er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.

Ef kaupandi gefur ráðgjafa falleinkunn þá skal kaupandi senda ráðgjafa rökstuðning fyrir falleinkunnina og upplýsa Ríkiskaup um stöðuna. Ef seljandi telur að það séu reiknivillur í einkunninni/skilamatinu þá getur hann gert athugasemd við kaupanda innan við 3 virka daga frá því að hann fær rökstuðninginn. Þetta skilamat verður trúnaðarmál og verða aðrir kaupendur innan samningsins ekki upplýstir um þessa falleinkunn en ef sami birgi fær falleinkunn tvisvar sinnum vegna viðskipta innan rammasamningsins þá telst það veruleg vanefnd á samningi og Ríkiskaup áskilja sér rétt til að segja upp rammasamningi við viðkomandi birgja.

Í rökstuðningi þarf kaupandi að útlista athugasemdirnar sem gerðar voru í samskiptum við seljanda í framvindu verkefnisins. Kaupandi þarf einnig að rökstyðja í stuttu máli sína einkunn - 0, 10 eða 20 stig vegna liðar 2. Skjölun og 0 eða 10 stig fyrir hvern undirlið í lið Gæði vinnu ráðgjafa og skilagagna (sjá eyðublað í viðauka).

Matið fer fram eins og segir hér að neðan:

  1. Verkefnastjórn (30 stig)

Ráðgjafi fær 30 stig ef kaupandi bókar engar athugasemdir við framvindu verkefnisins. Ef kaupandi gerir athugasemdir þá lækkar heildareinkunnin um 10 stig fyrir hverja athugasemd. Ef þrjár eða fleiri athugasemdir eru bókaðar þá fær ráðgjafi 0 stig.

  1. Skjölun (20 stig)

Verkkaupi gerir kröfu um skjölun gagna og upplýsingalíkana skv. verkefnislýsingu.

  • Ef skjölun á gögnum í verkefninu er í fullu samræmi við verklýsingu verkkaupa fær ráðgjafi 20 stig.
  • Verða minniháttar frávik eða tafir á frágangi skjölunar fær ráðgjafi 10 stig.
  • Ef skjölun vantar eða ákvarðanir ekki bókaðar fær ráðgjafi 0 stig.
  1. Gæði vinnu og skilagagna (50 stig)

Vinna ráðgjafa er metin skv. eftirfarandi liðum. Fyrir hvern lið fær ráðgjafi 10 eða 0 stig.

  • Gæði skilagagna m.v. verkefnalýsingu.
  • Lausnir í samræmi við verkefnalýsingu.
  • Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Áætlaður fjöldi vinnutíma í verkefninu m.v. samþykkta tímaáætlun stóðst.
  • Verkefni skilað á réttum tíma.

Seljendur

A2F arkitektar
Sími: 571 5500
Tengiliður samnings
Falk Kruger
Alta Consulting
Sími: 8999549
Tengiliður samnings
Halldóra Hreggviðsdóttir
Ark-teikn slf.
Sími: 8979131
Tengiliður samnings
Gísli Sæmundsson
Arkibygg
Sími: 7813442
Tengiliður samnings
Ástríður Birna Árnadóttir
Arkinn
Sími: 8962634
Tengiliður samnings
Hallur Kristvinsson
Arkitektar Laugavegi 164
Sími: 8608101
Tengiliður samnings
Jóhannes Þórðarson
Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152
Sími: 8222065
Tengiliður samnings
Þorvarður Lárus Björgvinsson
ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9
Sími: 8560302
Tengiliður samnings
Helgi Már Halldórsson
Ártún
Sími: 8216023
Tengiliður samnings
Lárus Ragnarsson
Balsi
Sími: 8988923
Tengiliður samnings
Vigfús Halldórsson
Batteríið Arkitektar
Sími: 8962541
Tengiliður samnings
Jón Ólafur Ólafsson
Beimur
Sími: 8952710
Tengiliður samnings
Sveinn Valdimarsson
Brekke & Strand Akustikk
Sími: 6656155
Tengiliður samnings
Kristín Ómarsdóttir
Contracta
Sími: 8542232
Tengiliður samnings
Hafdís Perla Hafsteinsdóttir
Efla hf.
Lynghálsi 4
Sími: 6656170
Tengiliður samnings
Ólafur Ágúst Ingason
exa nordic
Sími: 6168301
Tengiliður samnings
Arnar Kári Hallgrímsson
Faglausn
Sími: 8988302
Tengiliður samnings
Almar Eggertsson
Ferill Verkfræðistofa
Sími: 8401688
Tengiliður samnings
Stefán Friðleifsson
Hagtákn ehf.
Maríubaugur 139
Sími: 6171770
Tengiliður samnings
Magnús Jónsson
Hljóðvist
Sími: 8470056
Tengiliður samnings
Arnheiður Bjarnadóttir
Hnit verkfræðistofa hf.
Háaleitisbraut 58-60
Sími: 5700558
Tengiliður samnings
Kristinn Guðjónsson
Hornsteinar Arkitektar
Sími: 8933977
Tengiliður samnings
Ögmundur Skarphéðinsson
JT Verk
Sími: 8424742
Tengiliður samnings
Fjalar Hauksson
Kanon Arkitektar
Sími: 6966861
Tengiliður samnings
Halldóra Bragadóttir Þorkell Magnússon
Landlínur
Sími: 8989254
Tengiliður samnings
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir
Landmótun
Sími: 5755305
Tengiliður samnings
Margrét Ólafsdóttir
Landslag ehf.
Skólavörðustíg 11
Sími: 5355304
Tengiliður samnings
Finnur Kristinsson
Liska
Sími: 4160601
Tengiliður samnings
Þorvarður G. Hjaltason Guðjón L. Sigurðsson
Líf Byggingar
Sími: 8693509
Tengiliður samnings
Jón Sigurðsson
Lota ehf.
Guðríðarstíg 2-4
Sími: 8435804
Tengiliður samnings
Kristín Ósk Þórðardóttir
Mannvirki og malbik
Sími: 8481381
Tengiliður samnings
Sigurður Ingi Kristófersson
Mannvit hf.
Urðarhvarfi 6
Sími: 8624199
Tengiliður samnings
Einar Ragnarsson
Mano
Sími: 8982904
Tengiliður samnings
Axel Friðgeirsson
Mansard - Teiknistofa
Sími: 8627102
Tengiliður samnings
Jón Hrafn Hlöðversson
Myrra hljóðstofa
Sími: 6944773
Tengiliður samnings
Gígja Gunnlaugsdóttir
Nordic Office of Architecture
Sími: 8951555
Tengiliður samnings
Halldóra Vífilsdóttir
OMR verkfræðistofa ehf.
Skólavegi 48
Sími: 8919771
Tengiliður samnings
Óli Þór Magnússon
Optimum Digital
Sími: 6953419
Tengiliður samnings
Jóhann Örn Guðmundsson
ÓJS Verkfræðistofa
Sími: 7908060
Tengiliður samnings
Óli Jón Sigurðsson
PK Arkitektar
Sími: 5518050
Tengiliður samnings
Pálmar Krisstmundsson
Raftákn ehf.
Glerárgötu 34
Sími: 8646401
Tengiliður samnings
Eva Hlín Dereksdóttir
ReSource International ehf.
Hlíðasmára 10
Sími: 8425864
Tengiliður samnings
Nicolas Proietti
Sevo
Sími: 8611000
Tengiliður samnings
Sveinn Hallgrímsson
Stáss Design
Sími: 8684469
Tengiliður samnings
Árný Þórarinsdóttir
Stoð verkfræðistofa
Sími: 4585050
Tengiliður samnings
Ásta Birna Jónsdóttir
Strendingur
Sími: 8611603
Tengiliður samnings
Sigurður Guðmundsson Pétur Vilberg Guðnason
Studio Granda
Sími: 562 2661
Tengiliður samnings
Steve Christer Margrét Harðardóttir
Stúdíó Jæja
Sími: 8656883
Tengiliður samnings
Bjarki Gunnar Halldórsson
Teiknistofa Páls Zóphóníassonar
Sími: 8979627
Tengiliður samnings
Björgvin Björgvinsson
Teiknistofan Tröð
Sími: 5124201
Tengiliður samnings
Sigríður Magnúsdóttir
Teknik Verkfræðistofa
Sími: 6947390
Tengiliður samnings
Kári Sveinbjörn Gunnarsson
Tensio
Sími: 8467110
Tengiliður samnings
Kristinn Eiríksson
THG Arkitektar
Sími: 5451622
Tengiliður samnings
Ragnar Auðunn Birgisson
TKM hönnun
Sími: 6605908
Tengiliður samnings
Davíð Eysteinn Sölvason
TÓV verkfræðistofa ehf.
Óðinsgötu 7
Sími: 8936167
Tengiliður samnings
Gústaf Vífilsson
Tækniþjónusta SÁ
Sími: 8963450
Tengiliður samnings
Sigurður Ásgrímsson
UMÍS umhverfisráðgjöf
Sími: 8620538
Tengiliður samnings
Stefán Gíslason
VA arkitektar
Sími: 8216983
Tengiliður samnings
Indro Candi
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar
Sími: 8430611
Tengiliður samnings
Lilja Bjarnadóttir
Verkfræðistofa Suðurnesja
Sími: 6605990
Tengiliður samnings
Brynjólfur Guðmundsson
Verkfræðistofan Víðsjá
Sími: 5619040
Tengiliður samnings
Benedikt Magnússon
Verkís hf.
Ofanleiti 2
Sími: 4228470
Tengiliður samnings
Flosi Sigurðsson
Verkráð
Sími: 8487803
Tengiliður samnings
Guðmundur Þorsteinn Bergsson
Verksýn ehf.
Síðumúla 1
Sími: 8679858
Tengiliður samnings
Andri Már Reynisson Reynir Kristjánsson
Verkvist
Sími: 4151900
Tengiliður samnings
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Versa
Sími: 8200511
Tengiliður samnings
Trausti Hafsteinsson
VSB-verkfræðistofa ehf.
Bæjarhrauni 20
Sími: 6608619
Tengiliður samnings
Hjörtur Sigurðsson
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Borgartúni 20
Sími: 5859000
Tengiliður samnings
Runólfur Þór Ástþórsson
Yrki arkitektar
Sími: 5340371
Tengiliður samnings
Gunnar Ágústsson
Örugg verkfræðistofa
Sími: 5903200
Tengiliður samnings
Böðvar Tómasson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.